Landsbankinn mun halda lokað útboð á sértryggðum skuldabréfum fimmtudaginn 14. ágúst kl. 15:00. Boðnir verða til sölu óverðtryggðu flokkarnir LBANK CB 27 og LBANK CB 29 og verðtryggði flokkurinn LBANK CBI 31.

Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur óverðtryggða flokksins LBANK CB 25 eiga þess kost að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Verð skuldabréfanna er fyrirframákveðið og er 99,693.

Áætlaður uppgjörsdagur er 21. ágúst 2025.

Sértryggðu skuldabréfin verða gefin út undir útgáfuramma Landsbankans fyrir sértryggð skuldabréf. Lánshæfiseinkunn sértryggðra skuldabréfa Landsbankans er A+ með stöðugum horfum samkvæmt mati S&P.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í síma 410-7330 eða með tölvupósti, [email protected].



Please visit:

Our Sponsor

By admin