Á aðalfundi Reita fasteignafélags hf. þann 2. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins um 14.550.000 kr. að nafnvirði. Lækkunin tók til eigin hluta félagsins sem það eignaðist með kaupum á árunum 2024 og 2025 í samræmi við endurkaupaáætlanir stjórnar sem aðalfundur félagsins 2024 veitti heimildir fyrir. Hlutunum hefur þannig verið eytt.

Lögmælt skilyrði lækkunarinnar hafa verið uppfyllt og hefur hlutafjárlækkunin nú verið skráð í Fyrirtækjaskrá. Skráð hlutafé Reita eftir lækkunina er að nafnvirði 697.000.000 kr. en var fyrir lækkunina 711.550.000 kr. að nafnvirði. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda.

Heildarfjöldi hluta og heildarfjöldi atkvæða er þar af leiðandi 697.000.000 kr. að nafnverði.

Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, netfang: [email protected], sími: 669 4416.



Please visit:

Our Sponsor

By admin